Er hægt að flýta töku ellilífeyris?

Frá 1.janúar 2017 geta þeir sem eru 65 ára sótt um ellilífeyri gegn varanlegri lækkun á greiðslum. Lækkunin mun byggjast á tryggingafræðilegum grunni á árinu 2017 mun hún nema 0,5% fyrir hvern mánuð. 

Skilyrði er að umsækjandi sæki einnig um hjá öllum lífeyrissjóðum sem hann á rétt hjá og samanlagðar réttur hjá TR og frá lífeyrissjóðum sé að lágmarki jafnhár fullum ellilífeyri hjá TR kr. 227.883 á mánuði.  

Umþóttunartími:  Frá 1. janúar 2017 er hægt að draga umsókn um ellilífeyri til baka innan 30 daga eftir að niðurstaða um réttindi hjá TR liggur fyrir. Ef greiðsla hefur átt sér stað þarf að endurgreiða TR að fullu ef umsókn er dregin til baka.