Er hægt að fresta töku ellilífeyris?

Hægt er að fresta tökum ellilífeyris til allt að 72 ára aldurs. Við það hækkar ellilífeyrir og heimilisuppbót um 0,5% á mánuði að hámarki um 30%.

Frá 1.janúar 2017 geta þeir sem eru fæddir árið 1952 eða síðar frestað töku ellilífeyris til 80 ára aldurs gegn varanlegri hækkun sem mun byggjast á tryggingafræðilegum grunni. 

Skila þarf umsókn þegar hefja á töku lífeyris. Við umsókn fellur réttur til frestunar niður. 

Umþóttunartími:  Frá 1. janúar 2017 er hægt að draga umsókn um ellilífeyri til baka innan 30 daga eftir að niðurstaða um réttindi hjá TR liggur fyrir. Ef greiðsla hefur átt sér stað þarf að endurgreiða að fullu ef umsókn er dregin til baka.