Hvenær á ég rétt á uppbót á lífeyri?

Þegar einstaklingur er með örorku- eða ellilífeyri og er undir ákveðnu tekjumarki bæði frá TR og öðrum tekjum getur einstaklingur átt rétt á uppbót vegna ákveðinna þátta eins og:

  • lyfja og lækniskostnaðar sem sjúkratryggingar greiða ekki
  • umönnunar
  • dvalar á sambýli
  • vegna heyrnartækja
  • vegna leigu ef ekki er réttur á húsaleigubótum
  • rafmagnskostnaðar vegna notkunar á súrefnissíu