Hvenær á ég rétt á heimilisuppbót?

Þeir sem eiga rétt á ellilífeyri, eru einhleypir og búa einir geta átt rétt á heimilisuppbót. Ef lífeyrisþegi er ekki í eigin húsnæði þarf að skila inn húsaleigusamningi. 

Einnig er heimilt að greiða heimilisuppbót til lífeyrisþega ef maki dvelur á stofnun fyrir aldraða.