Hafa allar tekjur áhrif á greiðslur?

Allar skattskyldar tekjur eru notaðar við útreikning á lífeyri og tengdar greiðslur, svo sem atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur. 

Atvinnutekjur hafa áhrif á réttindi ef þær eru umfram 1.200.000 á ári (frítekjumark).

Aðrar tekjur s.s. lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur hafa áhrif á réttindi umfram 300.000 á ári (frítekjumark).

Helmingur fjármagnstekna hjóna / sambúðarfólks hefur áhrif á útreikning hjá hvoru fyrir sig. Aðrar tekjur maka en fjármagnstekjur hafa ekki áhrif á útreikning lífeyris. 

Þægilegt er að nota reiknivél lífeyris á tr.is til þess að átta sig á réttindum.


Síða yfirfarin/breytt 04.01.2018