Þarf ég að sækja um ellilífeyri sérstaklega þegar réttur myndast við 67 ára aldur?

Já samkvæmt lögum þarf að sækja sérstaklega um ellilífeyri. Er það gert af Mínum síðum  eða með eyðublaðinu   Umsókn um ellilífeyri og tengdar greiðslur  sem hægt er að prenta út af vefnum eða fylla út í þjónustumiðstöð TR á Laugavegi 114 eða hjá umboðsmönnum.

Með umsókninni þurfa að fylgja:

  • Tekjuáætlun þess árs sem sótt er um og á henni þarf að gefa upp allar tekjur sem fólk hefur á ársgrundvelli. Tekjuáætlun er hægt að gera af Mínum síðum. 
  • Gögn sem staðfesta áunnin réttindi eða réttleysi frá lífeyrissjóði.
  • Viðeigandi fylgiskjöl ef sótt er um heimilisuppbót eða  uppbætur á lífeyri, kemur fram í umsókn.
  • Lífeyrisþegar sem vilja nýta skattkort sitt hjá TR þurfa jafnframt að skila því

Aftur á móti ef viðkomandi var á örorkulífeyri eða örorkustyrk fyrir töku ellilífeyris þarf hann ekki að sækja sérstaklega um ellilífeyri.

Síða yfirfarin/breytt 22.09.2017