Get ég dregið umsóknina um ellilífeyri til baka?

Frá 1. janúar 2017 er hægt að draga umsókn um ellilífeyri til baka innan 30 daga eftir að niðurstaða um réttindi hjá TR liggur fyrir.

Þannig getur fólk metið hvort það vill byrja að fá greiðslur frá TR eða njóta frestunar og fá þá hækkun á greiðslur. 

Ef greiðsla hefur átt sér stað þarf að endurgreiða TR að fullu ef umsókn er dregin til baka.

Tilkynnt er um afturköllun umsóknar á Mínum síðum, undir „Umsóknir“.

Fara á Mínar síður