Ef eftirlifandi maki er lífeyrisþegi, hvað þarf hann að hafa í huga varðandi greiðslur frá Tryggingastofnun?

Við andlát geta töluverðar breytingar orðið á fjárhag þess sem eftir lifir.

Þær breytingar hafa áhrif á fjárhæðir lífeyrisgreiðslna frá Tryggingastofnun.

Til að tryggja að greiðslur verði sem réttastar ber eftirlifandi maka að senda inn nýja tekjuáætlun og greina frá breytingu á högum sínum.

Ekkill eða ekkja getur nýtt sér skattkort maka í átta mánuði eftir andlát hans. Hægt er að sækja um lækkun tekju- og eignaskatts. Nánari upplýsingar er að finna hjá skattstjórum: www.rsk.is

Eftirlifandi maki getur einnig átt rétt á fyrirgreiðslu hjá stéttarfélögum, stuðningi frá félagsþjónustu sveitarfélaga eða tryggingafélögum.

Nánari upplýsingar

Síða yfirfarin/breytt 09.03.2017