Hverjar eru upphæðir og til hve langs tíma?

Bæturnar eru greiddar í sex mánuði eftir andlát maka.

Ef greiðsluþegi er með barn yngra en 18 ára á framfæri eða við aðrar sérstakar aðstæður er Tryggingastofnun heimilt að greiða dánarbætur í að minnsta kosti tólf mánuði í viðbót. Þó ekki í lengri tíma en fjögur ár.

Upphæðir sem gilda frá 1. janúar 2018:

  • Sex mánaða dánarbætur eru 49.404 kr á mánuði.
  • Tólf mánaða dánarbætur eru 37.008 kr á mánuði.

Hægt er að sækja um dánarbætur á Mínum síðum. Innskráning er með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.


Síða yfirfarin og breytt 05.01.2018