Spurt og svarað

Breytingar á lögum um almannatryggingar sem tóku gildi 1. janúar 2017

Hafa breytingarnar áhrif á greiðslur TR til öryrkja og þeirra sem eru á endurhæfingarlífeyri?

Engar kerfisbreytingar verða á greiðslum örorku- og endurhæfingarlífeyris og verða því áfram greiddir bótaflokkarnir grunnlífeyrir, tekjutrygging og sérstök uppbót til framfærslu til öryrkja.

Upphæðir bótanna hækka þó þannig að lágmarksframfærslutryggingin hækkar:

  •  Upp í 280.000 kr. fyrir skatt á mánuði fyrir þá sem búa einir. 
  • Upp í 227.883 kr. fyrir skatt á mánuði fyrir þá sem búa ekki einir.

 

Hverjar eru helstu breytingarnar á ellilífeyri?

Töluverð einföldun verður á greiðslum ellilífeyris en núgildandi ellilífeyrir (grunnlífeyrir), tekjutrygging og sérstök uppbót til framfærslu sameinast í einn flokk Ellilífeyri.

Ellilífeyririnn getur að hámarki verið:

  •  280.000 kr. fyrir skatt á mánuði fyrir þá sem búa einir
  •  227.883 kr. fyrir skatt á mánuði fyrir þá sem búa ekki einir.

 Samkvæmt nýja kerfinu munu heildartekjur (allar skattskyldar tekjur þ.m.t. atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur, fjármagnstekjur og styrkir) hafa sömu áhrif á upphæð lífeyris.

Frítekjumarkið verður 25.000 kr. á mánuði í heildartekjur (allar skattskyldar tekjur).

Heimilisuppbót er áfram fyrir þá sem búa einir og verður að hámarki 52.117 kr. á mánuði.

Tekjutenging heimilisuppbótar er eftir frítekjumark  11.9%.

Fyrir þá sem hafa heildartekjur yfir frítekjumarki og auk þess heimilisuppbót verður tekjutenging því 56,9%  (45% + 11,9%).

Greiðslur frá TR falla niður þegar heildartekjur ná 531.406 kr. fyrir skatt á mánuði.

Hvað mun ég fá?

Greiðslur frá TR eru tekjutengdar en hægt er að fara inn á reiknivél á tr.is og sjá útreikning miðað við þær tölur sem settar eru inn í hana. 

Athugið þó að í þessari reiknivél er ekki gert ráð fyrir vísitöluhækkun eða breytingum á persónuafslætti.

Fara á reiknivél lífeyris 

Hvað má vinna fyrir mikið?

Ellilífeyrir: Frítekjumarkið fyrir ellilífeyrisþega er 25.000 kr. fyrir skatt á mánuði en eftir að þeirri tölu er náð hafa allar skattskyldar tekjur áhrif á greiðslur.

Frítekjumarkið tekur til allra annarra tekna en frá TR, þ.e. sameiginleg tala skattskyldra tekna frá atvinnu, lífeyrissjóðum, fjármagnstekjum og styrkjum má vera samanlagt 25.000 kr. fyrir skatt.

Örorku- og endurhæfingarlífeyrir:  Frítekjumark á ári vegna atvinnutekna er 1.315.200 kr, vegna lífeyristekna 328.800 kr. og vegna fjármagnstekna 98.400 kr. 

 

Hvaða áhrif hafa tekjur á greiðslur ellilífeyris frá TR?

Tekjutenging greiðslna frá TR  hefst eftir að heildartekjur, frá öðrum en TR, ná 25.000 kr. fyrir skatt á mánuði. 

Prósentuhlutfallið er 45% en auk þess leggst 11,9% á þá sem hafa heimilisuppbót og er tekjutengingin þar því 56,9%.

Greiðslur falla svo niður þegar tekjur ná 531.406 kr. fyrir skatt á mánuði.

Hefur séreignarsparnaður áhrif?

Reglur varðandi séreignasparnað breytast ekki og því hefur hann ekki áhrif á útreikning ellilífeyris.

 

Til baka

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica