Má ég kaupa hvaða bíl sem er?

Eingöngu er heimilt að greiða styrki og uppbætur vegna fólksbifreiða og sendibifreiða sem eru til almennra nota. Hafa ber í huga hvort umsækjandi hafi þörf fyrir sendibifreið vegna fötlunar sinnar. Synja ber umsóknum vegna allra annarra bílategunda. Allar bifreiðar þurfa að vera til einkanota.

Skilyrði er að Tryggingastofnun samþykki val á bifreið.