Hverjar eru upphæðir uppbótar og styrks vegna bifreiðakaupa og hver er munurinn?

Uppbót

Uppbót er að fjárhæð 360.000 kr.
Fyrir þá sem eru að kaupa bifreið í fyrsta sinn er uppbótin að fjárhæð 720.000 kr. (átt er við þá sem eru að kaupa sér bifreið í fyrsta sinn á ævinni).
M.a. er skilyrði uppbótar: Þurfa að vera á lífeyrisgreiðslum frá Tryggingastofnun og hreyfihamlaður til gangs að mati Tryggingastofnunar.

Styrkur

Heimilt er að veita styrk að fjárhæð 1.440.000 kr.
M.a. er skilyrði styrks er að umsækjandi þarf að vera hreyfihamlaður og vera t.d. bundinn hjólastól og/eða notar tvær hækjur að staðaldri.

60% Styrkur af grunnverði bifreiðar

Heimilt er að veita styrk sem nemur allt að 50-60% af kaupverði bifreiðar, hámark 5.000.000 kr. , þ.e. grunnverð án aukabúnaðar.
M.a. er skilyrði að umsækjandi komist ekki af án sérútbúinnar og dýrrar bifreiðar vegna mikillar fötlunar (t.d. hjólastólalyftu).