Hvað er hreyfihömlun?

Með líkamlegri hreyfihömlun er átt við sjúkdóm eða fötlun sem skerðir verulega færni til að komast ferða sinna þannig að göngugeta er að jafnaði minni en 400 metrar á jafnsléttu.

Þar er fyrst og fremst um að ræða:

  • Lömun eða skertan hreyfanleika í ganglimum af völdum sjúkdóms eða fötlunar
  • Mæði vegna hjarta- eða lungnasjúkdóma.
  •  Annað sambærilegt.
  • Blindir geta átt rétt á uppbót vegna reksturs bifreiða og vegna kaupa á bifreið.