Hverjir eiga rétt á uppbót á lífeyri/styrk vegna bifreiðakaupa?

Heimilt er að greiða ellilífeyrisþega, örorkulífeyrisþega og örorkustyrkþega uppbót/styrk vegna kaupa á bifreið ef sýnt sé að hann þurfi þess nauðsynlega vegna hreyfihömlunar.

Framfærendur hreyfihamlaðra barna geta einnig sótt um uppbót/styrk. Í þeim tilvikum skal sýna fram á þörf á að koma barninu til reglubundinnar þjálfunar, meðferðar eða í skóla.

Markmiðið með styrkjum og uppbótum vegna bifreiða er að gera hreyfihömluðum einstaklingum kleift að stunda atvinnu, skóla, sækja reglubundna endurhæfingu eða læknismeðferð.

Helstu skilyrði:

  • Umsækjandi eða annar heimilismaður verður að hafa ökuréttindi.
  • Bifreiðin verður að vera skráð á umsækjanda/framfæranda barns eða maka (má vera rekstrarleiga eða kaupleiga).
  • Eingöngu er heimilt að greiða uppbót/styrk vegna fólksbifreiða og sendibifreiða sem eru til almennra nota. Hafa ber í huga hvort umsækjandi hafi þörf fyrir sendibifreið vegna fötlunar sinnar. Allar bifreiðar þurfa að vera til daglegra nota.
  • Skilyrði er að Tryggingastofnun samþykki val á bifreið.
Umsóknareyðublöð varðandi bílamál