Hverjar eru forsendur þess að fá barnalífeyri?

  • Barnalífeyrir er greiddur með börnum yngri en 18 ára, ef annað hvort foreldra er örorkulífeyrisþegi eða er látið.
  • Greiðsla barnalífeyris er háð því að annað hvort foreldri þess eða barnið sjálft hafi búið hér á landi a.m.k. þrjú síðustu árin áður en umsókn er lögð fram.
  • Tryggingastofnun greiðir barnalífeyri þegar skilríki liggja fyrir um að barn verði ekki feðrað.
  • Barnalífeyrir greiðist foreldrum barnanna ef þau eru á framfæri þeirra, eða þeim öðrum er annast framfærslu þeirra að fullu.
  • Barnalífeyrir með einu barni er sama upphæð og meðlag eða 33.168  kr. á mánuði, frá og með 1.jan 2018.
  • Barnalífeyrir er ekki tekjutengdur.
  • Barnalífeyrir er ekki skattskyldur.
  • Örorkustyrkþegar geta átt rétt á hluta barnalífeyris.

Síða yfirfarin og breytt 05.01.2018