Norðurlandasamningur um félagslega aðstoð

Norðurlandasamningurinn um félagslega aðstoð og félagslega þjónustu, sbr. lög nr. 66/1996 fjallar um ýmis félagsleg réttindi önnur en almannatryggingar.

Hann tekur til allrar löggjafar í norrænum löndum sem gildir á hverjum tíma um félagsleg málefni, þar með talin félagsleg aðstoð og félagsleg þjónusta svo og aðrar félagslegar bætur sem ákvæði Norðurlandasamningsins um almannatryggingar taka ekki til. M.a. er fjallað um félagslega aðstoð til einstaklinga sem búsettir eru í norrænu landi en sem dveljast tímabundið í öðru norrænu landi og þurfa aðstoð. 
 
Velferðarráðuneytið  hefur yfirumsjón með samningnum og framkvæmd hans hér á landi.