Flutningur frá Íslandi

Við flutning frá Íslandi skiptir máli hvort flutt er til EES-lands eða ekki og hvort að samningur á sviði almannatrygginga sé til staðar milli Íslands og viðkomandi lands. Lífeyrisþegi sem flytur til að mynda til annars EES-lands heldur áfram lífeyrisgreiðslum sínum frá TR en greiðslur vegna félagslegrar aðstoðar eins og heimilisuppbætur falla niður við flutning. Ef lífeyrisþeginn flytur til lands sem tilheyrir ekki EES falla allar greiðslur niður ef enginn samningur er til staðar á sviði almannatrygginga við viðkomandi land.

Tilkynna þarf flutning til Þjóðskrár Íslands og láta TR vita af breyttu heimilisfangi. Greiðslur geta fallið tímabundið niður ef TR fær ekki upplýsingar um nýtt lögheimili erlendis.

Lífeyrisþegar búsettir erlendis þurfa einnig á hverju ári að skila inn lífsvottorði og skattframtali frá búsetulandi. Ef viðkomandi á maka þarf skattframtal maka að fylgja með.

Greiðslur inn á erlenda reikninga

Tryggingastofnun sér um að millifæra greiðslur til viðskiptavina sem búa erlendis. Millifærslur inn á erlenda reikninga fara í gegnum viðskiptabanka til erlendra banka fyrsta virka dag hvers mánaðar. Millifærslur á erlenda bankareikninga geta tekið 3 til 4 virka daga. Gjald er tekið skv. gjaldskrá viðskiptabanka vegna hverrar símgreiðslu.

Staðfesting á að einstaklingur sé lifandi. Eyðublaðið má finna hér.

Allir lífeyrisþegar búsettir erlendis þurfa að skila inn lífsvottorði. Fyrir utan þá sem eru búsettir í Danmörku og Svíþjóð. 

Danmörk og Svíþjóð

Opinberar stofnanir, læknar og sýslumenn. 

Báðir aðilar þurfa að fá lífsvottorðið.

Það er hægt að sjá hvar málið er statt inni á Mínum síðum undir staða umsókna. Þar er jafnframt hægt að sjá hvort öll gögn séu komin til TR. 

Ef engin breyting er á tekjum þá þarf ekki að skila inn tekjuáætlun. 

Það sem telst félagsleg aðstoð og greiðist ekki úr landi er eftirfarandi:

  • Barnalífeyrir vegna náms
  • Dánarbætur
  • Endurhæfingarlífeyrir (og tengdar bætur)
  • Heimilisuppbót
  • Maka- og umönnunarbætur
  • Mæðra- og feðralaun
  • Sérstök uppbót til framfærslu
  • Umönnunargreiðslur
  • Uppbætur á lífeyri

Búsetuhlutfall er útreikningur á búsetu einstaklings á Íslandi og segir til um það hver réttindi einstaklings er við greiðslur frá TR.

Fullur réttur til ellilífeyris á Íslandi miðast við 40 ára búsetu og eiga þeir réttindi sem búið hafa a.m.k. 3 ár á Íslandi frá 16 ára til 67 ára aldurs. Réttur þeirra sem hafa búið hér skemur en 40 ár er reiknaður hlutfallslega út frá búsetu þeirra hér á landi.

Réttur til örorkulífeyris byggir á áætluðum búsetutíma frá örorkumati að 67 ára aldri.  Miðað er við búsetutíma á Íslandi fyrir töku lífeyris. Almenna reglan er að þeir eigi rétt sem hafa búið hér á landi a.mk. í 3 ár, nema ef annað leiðir af milliríkjasamningum.

Kveðið er á um skilyrði og ávinnslu örorkulífeyris í 24. gr. laga um almannatryggingar nr. 100/2007. Í 1. mgr. 24. gr. er að finna skilyrði varðandi búsetu og samkvæmt ákvæðinu verða umsækjendur að uppfylla a.m.k. eitt eftirfarandi skilyrða:

  • hafa verið tryggðir hér á landi samfellt a.m.k. þrjú síðustu árin áður en örorka þeirra var metin a.m.k. 75%,
  • hafa verið tryggðir hér á landi við 18 ára aldur og metnir til a.m.k. 75% örorku frá 18 ára aldri,

hafa verið tryggðir hér á landi í samfellt síðustu tólf mánuði áður en örorka þeirra var metin a.m.k. 75% og áður annaðhvort verið tryggðir hér á landi í a.m.k. 20 ár eftir 16 ára aldur eða að lágmarki fimm ár eftir 16 ára aldur enda hafi þá búseta erlendis eftir 16 ára aldur ekki staðið lengur en í fimm ár.

Sá sem ekki nær þessum 40 árum fær búsetuhlutfall miðað við það hve löng búsetan á Íslandi hefur verið. Sá sem hefur til dæmis búið á Íslandi í 20 ár á aldrinum 16-67 ára fær þannig 50% búsetuhlutfall og því 50% greiðslur frá TR.