Norðurlandasamningurinn gekk í gildi 1.mai 2014 (sbr. lög nr. 119/2013 ) og kemur í stað eldri samnings.
Aðilar að samningnum eru Ísland, Danmörk, Finnland (og Álandseyjar), Noregur og Svíþjóð. Færeyjar og Grænland eru aðilar að samningnum frá 1. maí 2015 en voru þann tíma sem leið frá því samningurinn tók gildi í hinum löndunum áfram aðilar að eldri samningi..
Markmið samningsins er að auðvelda flutning milli Norðurlanda og tryggja þeim sem það gera almannatryggingaréttindi.
Samningurinn tryggir að almannatryggingareglur EES samningsins taki einnig til þeirra sem búsettir eru á Norðurlöndunum en falla þó ekki undir EES reglurnar.
Hverjir falla ekki undir EES-reglurnar?
- Þeir sem hafa ríkisborgararétt í landi sem ekki tilheyrir EES-svæðinu.
- Þeir sem búa og eða starfa í Færeyjum, Grænlandi eða Álandseyjum (eru ekki hluti af EES-svæðinu).
Helsta atriði nýs samnings hvað Tryggingastofnun varðar er ákvæði um að löndin geri með sér tvíhliða samning um endurhæfingu og hvernig með þau mál eigi að fara
Í samningnum eru einnig nokkrar sérreglur t.d. varðandi samvinnu um endurhæfingu, heimflutning vegna veikinda, atvinnuleysistryggingar og útreikning fjölskyldubóta.
Gerður hefur verið framkvæmdasamningur með samningnum þar sem nánar er kveðið á um framkvæmd hans. Í viðauka hans er m.a. að finna stutta lýsingu á helstu bótaflokkum Norðurlandanna.