Kanada

Samningur um félagslegt öryggi milli Íslands og Kanada öðlaðist gildi 1. október 1989. Megintilgangur hans er að tryggja félagslegt öryggi þeirra sem flytjast á milli Kanada og Íslands.

Samningurinn tekur til allra þeirra sem heyra eða hafa heyrt undir löggjöf samningsríkjanna, fjölskyldumeðlimi og eftirlifendur.  Í samningnum eru ákvæði um jafnræði einstaklinga,  greiðslu bóta úr landi, ákvæði um hvaða löggjöf skuli beita og útsenda starfsmenn, samlagningu réttindatímabila og fleira. Samningurinn tekur til hvað varðar Kanada til laga um öryggi aldraðra,  kanadísku lífeyrislaganna  og reglugerða skv. þeim, en hvað Ísland varðar tekur samningurinn til ákvæða almannatryggingalaga um elli- og örorkulífeyri og barnalífeyri. Þessi samningur hefur því einvörðungu þýðingu varðandi lífeyristryggingar.