Bandaríkin

Samningur er til staðar á milli Íslands og Bandaríkjanna um lífeyrisgreiðslur milli landanna, þ.e. að lífeyrisréttindi tapist ekki vegna flutnings milli landanna tveggja.

Samningurinn gerir það að verkum að einstaklingur sem hefur fasta búsetu í Bandaríkjunum getur sótt um elli- og örorkulífeyri til Íslands í gegnum tengistofnun í Bandaríkjunum. TR áframsendir umsóknir til lífeyrissjóða sem einstaklingar eiga réttindi í hér á landi.

Tryggingastofnun sem tengistofnun við almannatryggingar í Bandaríkjunum sendir umsóknir um lífeyri þangað fyrir einstaklinga sem hafa fasta búsetu á Íslandi.

  • Ellilífeyrisþegar sem flytja til Bandaríkjanna halda greiðslum ellilífeyris.
  • Örorkulífeyrisþegar sem flytja til Bandaríkjanna halda grunnlífeyri og tekjutryggingu.
  • Greiðslur vegna félagslegrar aðstoðar, t.d. heimilisuppbót og sérstök uppbót til framfærslu, eru ekki greiddar á milli landanna.
  • Skila þarf inn lífsvottorði og skattskýrslu árlega og hafa rétt heimilisfang.
  • Tilkynna þarf flutning til Þjóðskrár.