Austurríki

Samningur um almannatryggingar við Austurríki öðlaðist gildi 1. febrúar 1996. Ef ekki er annars getið í samningnum er gildissvið almannatryggingareglna EES samningsins rýmkað þannig að þær reglur taki einnig til allra sem heyra eða hafa heyrt undir löggjöf ríkjanna en sem EES reglurnar taka ekki til.  Samningurinn hefur aðallega þýðingu fyrir ríkisborgara þriðju ríkja og einstaklinga utan vinnumarkaðar.