Samningar á milli landa

Heimilt er að semja við önnur ríki og erlendar tryggingastofnanir um gagnkvæman rétt til þeirra hlunninda er almannatryggingar veita. Markmið slíkra samninga er að stuðla að því að einstaklingar tapi ekki áunnum réttindum við flutning milli samningsríkjanna.

Ísland hefur gert milliríkjasamninga um almannatryggingar við mörg erlend ríki og tryggingastofnanir. Í þeim er m.a. kveðið á um greiðslur bóta til einstaklinga er búa erlendis, fjallað um hvernig taka eigi tillit til búsetu,- atvinnu-, eða tryggingatíma sem áunnist hafa í öðrum samningsríkjum, jafnræði ríkisborgara samningsríkjanna og fleira.

Samningarnir geta verið misjafnir að efni.