Önnur lönd utan EES

Tryggingavernd og milliríkjasamningar

Lög um almannatryggingar veita þeim sem búa á Íslandi og uppfylla sett skilyrði ákveðna tryggingavernd. Ef flutt er frá Íslandi gildir sú meginregla að tryggingavernd almannatrygginga fellur niður. Greiðslur falla niður þegar flutt er til annarra landa en samningar segi til um. 

Milliríkjasamningar, t.d. EES samningurinn, geta þó kveðið á um annað þar sem þeim er ætlað tryggja að fólk geti flutt á milli aðildarlanda, svo kallaðra samningslanda, og starfað þar án þess að missa áunnin réttindi. Einnig tryggir Norðurlandasamningur  um almannatryggingar (NLS) réttindi varðandi Færeyjar og Grænland. Þeir einstaklingar sem hafa búið/starfað erlendis hluta af starfsævi sinni geta því átt réttindi erlendis til viðbótar sínum íslenska elli-/örorkulífeyri.

Einungis er heimilt að greiða bætur skv. almannatryggingalögum milli samningslanda en ekki uppbætur skv. lögum um félagslega aðstoð.

Athygli er vakin á því að mismunandi reglur gilda í samningslöndunum og því þarf réttur í einu landi ekki að skapa rétt í öðru landi.