Endurskoðun á búsetuútreikningi

Endurskoðun mála hjá örorkulífeyrisþegum innan EES

Endurskoðun mála hjá örorkulífeyrisþegum sem hafa verið með hlutfallslegan búsetuútreikning og búið í öðru landi innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES/EFTA landi)

Endurskoðun á búsetuhlutfalli örorkulífeyrisþega sem búið hafa í öðru EES/EFTA landi kemur í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis en hann birti álit sitt 20. júní 2018 í máli nr. 8955/2016.

Í áliti sínu gerir umboðsmaður athugasemdir við framkvæmdina hjá TR en fyrst og fremst óskýrleika í almannatryggingalögum varðandi útreikning á búsetu. Niðurstaða umboðsmanns var m.a. sú að ekki hafi verið viðhlítandi lagaheimild til að skipta framreiknuðum búsetutíma hlutfallslega eftir lengd tryggingatímabila á milli Íslands og fyrra búsetulands, þar sem málsaðili uppfyllti ekki rétt til sambærilegra greiðslna frá fyrra búsetulandi. Velferðarráðuneytið (nú félagsmálaráðuneytið) lýsti í kjölfarið þeirri afstöðu sinni að það væri sammála niðurstöðu umboðsmanns Alþingis og óskaði eftir því að Tryggingastofnun endurskoðaði réttindi hlutaðeigandi einstaklinga. 

Til að eiga rétt á örorkulífeyri frá íslenska ríkinu þarf einstaklingur að uppfylla skilyrði til örorkumats samkvæmt reglum þar að lútandi, að auki þarf einstaklingur að hafa búið á Íslandi í a.m.k. þrjú ár frá 16 til 67 ára aldurs. Full réttindi ávinnast með búsetu hér á landi í a.m.k. 40 almanaksár frá 16 til 67 ára aldurs. Þegar um skemmri búsetutíma er að ræða hér á landi reiknast réttur til örorkulífeyris á meðan örorkumat er í gildi í hlutfalli við heildarbúsetutíma á Íslandi.

Á grundvelli EES-samningsins haldast áunnin réttindi í hverju EES/EFTA landi þrátt fyrir flutning. Þegar umsókn um örorkulífeyri er lögð fram í einu landi þá jafngildir það umsókn um sambærilegar bætur í því landi sem viðkomandi kann að eiga rétt í.  

Við mat á búsetuhlutfalli þeirra sem búið hafa í fleiri en einu EES/EFTA landi þá hefur TR horft til tveggja tímabila, annars vegar raunverulegs búsetutíma á Íslandi (raunbúseta skv. lögheimilisskráningu áður en örorka er metin) og hins vegar svokallaðs framtíðartímabils, en með framtíðartímbili er átt við tímann frá upphafi örorku og fram til 67 ára aldurs. Endurskoðun búsetuútreiknings nær eingöngu til framtíðartímabilsins en ekki til raunbúsetu.

Um er að ræða endurskoðun hjá örorkulífeyrisþegum með lækkað búsetuhlutfall vegna búsetu í öðru EES/EFTA landi.

Nei, TR hefur skipt þeim sem falla undir endurskoðunina upp í hópa (A-D). Fyrsti hópurinn (A) er í forgangi.

Einstaklingar flokkast í eftirfarandi hópa:

A) Einstaklingur hefur sótt um hjá TR en fengið synjun frá öðru EES/EFTA landi (fyrsta mat á Íslandi). Afgreiðslutímabil er frá 1. maí - 30. júní 2019

B) Einstaklingur hefur ekki sótt um greiðslur frá öðru EES/EFTA landi. Afgreiðslutímabil er frá 1. ágúst 2019. 

C) Einstaklingur sem er með réttindi/greiðslur frá öðru EES/EFTA landi. Vinnsla mála hefst í nóvember 2019.

D) Einstaklingur búsettur í öðru EES/EFTA landi og á réttindi hjá TR.  Vinnsla mála hefst í mars 2020.

Nei, einstaklingar sem hafa verið búsettir í öðru EES/EFTA landi munu fá bréf frá TR þar sem þeim verður tilkynnt um endurskoðun. Endurskoðunin leiðir ekki í öllum tilvikum til hækkunar á greiðslum

Ekki er hægt að segja til um hvort endurskoðunin muni leiða til breytinga hjá hverjum og einum þar sem nokkrir þættir geta haft áhrif á endurskoðunina. Ef það kemur í ljós við endurskoðun að einstaklingur eigi inni greiðslur þá mun TR endurgreiða það sem upp á vantar. Þetta mun hins vegar hafa í för með sér að greiðslur eru bókaðar á þau almanaksár sem þær hefðu átt að falla til. Í kjölfarið verður breyttur launamiði sendur skattayfirvöldum á Íslandi sem kemur til með að meta hvort tilefni sé til nýrrar álagningar.

Það er ekki á forræði TR að svara fyrir önnur réttindi sem byggja á upplýsingum úr skattframtali. Í þessu samhengi ber m.a. að hafa í huga eftirfarandi:

  • að ný álagning skattyfirvalda getur haft áhrif á barnabætur.
  • að ný álagning skattyfirvalda getur haft áhrif á greiðslur sem hafa komið til vegna fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga.
  • að ný álagning getur haft áhrif á endurgreiðslur hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna
  • að ný álagning getur haft áhrif á greiðslur frá lífeyrissjóðum.

TR mun einnig upplýsa tengistofnanir í öðrum EES/EFTA löndum um breyttar greiðslur en hvort endurskoðunin hafi áhrif á greiðslur þaðan getur TR ekki svarað fyrir.

Nei, endurskoðunin á bara við um einstaklinga sem hafa verið búsettir innan EES/EFTA svæðisins.

Nei, endurskoðunin á einungis við um greiðslur örorkulífeyris.

Já, slík mál verða endurskoðuð.

Já, endurskoðunin nær til allra einstaklinga sem hafa verið búsettir innan EES/EFTA- svæðisins og eru með örorkumat frá Íslandi. Endurskoðunin er óháð ríkisborgararétti, réttindaávinnslan byggist á lögheimilisskráningu (lögheimili) á Íslandi. Endurskoðunin leiðir ekki í öllum tilvikum til hækkunar á greiðslum.

Endurskoðun mun hefjast í maí 2019 og verður byrjað á hópi A, sjá nánar um hópaskiptingu í svari við spurningu „Koma allir til með að vera endurskoðaðir sem falla undir breytta framkvæmd á sama tíma?“ (Sjá nánar hér að ofan)

Til að meta réttindi hvers og eins þarf m.a. að skoða ítarlega hvernig einstaklingur öðlast rétt á greiðslum, hvar bjó hann við upphaf örorku, hvort hann hafi fengið greiðslur frá öðru EES/EFTA landi og hvernig þær greiðslur eru reiknaðar. Vegna endurskoðunarinnar þarf í mörgum tilfellum að afla viðbótargagna í hverju tilfelli fyrir sig sem getur tekið töluverðan tíma.

Í þessu felst heildarendurskoðun á samspili innlendra laga og reglna við það sem kveðið er á um í milliríkjasamningum sem Ísland er aðili að. Brýnt er að vanda til verka og því er gert ráð fyrir að endurskoðunin geti tekið þó nokkurn tíma. Reynt verður eftir fremsta megni að hraða þessu ferli.

TR mun tilkynna þeim skjólstæðingum er falla undir endurskoðunina um framvindu mála eins fljótt og mögulegt er. Í sumum tilvikum er þörf á frekari upplýsingum frá einstaklingum sem kallað verður eftir. Einnig þarf í mörgum tilvikum að óska eftir upplýsingum frá tengistofnunum í hverju EES/EFTA landi fyrir sig. Þegar allar upplýsingar liggja fyrir verður hægt að endurskoða greiðslur. TR mun tilkynna hverjum og einum um niðurstöður endurskoðunarinnar.

Hafa ber í huga að endurskoðunin leiðir ekki í öllum tilvikum til hækkunar á greiðslum.

Öllum erindum varðandi búsetuútreikning verður svarað í tölvupósti. Vinsamlega sendið tölvupóst á netfangið: buseta@tr.is