Þeir sem hafa búið eða starfað erlendis gætu hafa áunnið sér lífeyrisréttindi í fyrra búsetulandi. Það skiptir máli varðandi réttindi og umsóknarferli hvort samningur sem tekur til lífeyristrygginga sé í gildi á milli landanna. Þegar sótt er um lífeyri frá öðru EES-landi eða Bandaríkjunum og Kanada er umsókninni skilað til TR sem sér um að sækja um réttindin til viðkomandi stofnana.
Mögulegt er að sækja réttindi til margra landa þegar lífeyrisaldri er náð eða þegar um örorku er að ræða. Ef um lönd utan EES, að Bandaríkjunum og Kanada undanskildum, er að ræða þarf viðkomandi að sækja rétt sinn sjálfur án milligöngu TR.