Réttindi erlendis

Heimilt er að semja við önnur ríki og erlendar tryggingastofnanir um gagnkvæman rétt til þeirra hlunninda er almannatryggingar veita. Markmið slíkra samninga er að stuðla að því að einstaklingar tapi ekki áunnum réttindum við flutning milli samningsríkjanna. Íslendingar sem hafa búið og/eða starfað erlendis geta því hafa áunnið sér lífeyrisréttindi í viðkomandi landi. Brottfluttir Íslendingar og/eða erlendir ríkisborgarar sem hafa búið og/eða starfað á Íslandi geta einnig átt réttindi á Íslandi.

Spurt og svarað

Tilkynna þarf flutning til Þjóðskrár Íslands og láta TR vita af breyttu heimilisfangi. Greiðslur geta fallið tímabundið niður ef TR fær ekki upplýsingar um nýtt lögheimili erlendis. Sjá nánar um flutning hér.

Umsækjandi um lífeyri frá öðru EES-landi, norrænu landi eða Sviss, sem búsettur er hér á landi, þarf að snúa sér til Tryggingastofnunar sem annast móttöku umsókna og almenna milligöngu vegna lífeyrisumsókna erlendis.

Sótt er um á Mínum síðum Tryggingastofnunar. 

Evrópska sjúkratryggingaskírteinið fæst hjá Sjúkratryggingum Íslands