Heimilt er að semja við önnur ríki og erlendar tryggingastofnanir um gagnkvæman rétt til þeirra hlunninda er almannatryggingar veita. Markmið slíkra samninga er að stuðla að því að einstaklingar tapi ekki áunnum réttindum við flutning milli samningsríkjanna. Íslendingar sem hafa búið og/eða starfað erlendis geta því hafa áunnið sér lífeyrisréttindi í viðkomandi landi. Brottfluttir Íslendingar og/eða erlendir ríkisborgarar sem hafa búið og/eða starfað á Íslandi geta einnig átt réttindi á Íslandi.