Þátttaka í dvalarkostnaði

Sjúkrastofnun

Þegar lífeyrisgreiðslur falla niður vegna sjúkrahúsvistar getur viðkomandi þurft að taka þátt í dvalarkostnaði á þeirri sjúkrastofnun sem hann/hún dvelur á. Aðeins þeir sem eru 67 ára og eldri taka þátt í dvalarkostnaði á sjúkrastofnun. Þátttakan er tekjutengd og er reiknuð út á grundvelli tekjuáætlunar.

Á árinu 2016 gildir að ef mánaðartekjur eru yfir 88.088 kr. á mánuði, eftir skatta, þá skal viðkomandi taka þátt í dvalarkostnaði með þeim tekjum sem umfram eru. Þátttaka í dvalarkostnaði hefst á sama tíma og lífeyrisgreiðslur falla niður og er að hámarki 395.305 kr. á mánuði. Viðkomandi sjúkrastofnun innheimtir dvalargjaldið.

Til baka

Öryrkjar

Var efnið hjálplegt? Nei


Þetta vefsvæði byggir á Eplica