Öryrkjar: Framlenging lífeyrisgreiðslna

Þegar lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun falla niður  vegna sjúkrahúsvistar er hægt að sækja um að fá þær framlengdar í allt að sex mánuði, í samræmi við ákveðnar undanþágureglur. Félagsráðgjafar og eftir atvikum aðrir starfsmenn á viðkomandi stofnun veita aðstoð við að sækja um framlengingu.

Sækja skal um framlengingu eigi síðar en sex mánuðum eftir að bætur hafa fallið niður.

Við afgreiðslu umsókna skal einkum litið til þess hvort framlenging bóta sé nauðsynleg vegna afborgana eða annars rekstrarkostnaðar húsnæðis.

Ákvörðun um framlengingu bóta getur náð til allt að þriggja mánaða í senn. Ef óskað er frekari framlengingar skal sækja um það sérstaklega og skila inn nýjum gögnum sem staðfesta nauðsyn á framlengingu og ótvíræðan kostnað.

Lífeyrisþegi sem þegar hefur fengið framlengingu bóta í samtals sex mánuði á kost á að sækja um framlengingu að nýju að liðnu einu ári frá samþykkt síðustu framlengingar. Skilyrði er að greiðslur lífeyristrygginga hafi hafist í millitíðinni.

Hvenær er framlenging ekki veitt?

Framlenging er ekki veitt ef mánaðarleg greiðslubyrði umsækjanda er lægri en mánaðarlegar tekjur hans að frádreginni staðgreiðslu skatta og eftir að bætur frá Tryggingastofnun hafa fallið niður.

Framlenging er ekki veitt ef umsækjandi á eignir í peningum eða verðbréfum að verðmæti 4.000.000 kr. eða hærra. Fjármagnstekjur eru alltaf sameign hjóna við útreikning bóta hjá Tryggingastofnun.

Síða yfirfarin/breytt 24.02.2016

Til baka

Öryrkjar

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica