Uppbót á lífeyri

Uppbót á lífeyri

Heimilt er að greiða uppbót á lífeyri til lífeyrisþega eftir ákveðnum reglum. Við mat á réttindum skal taka tillit til kostnaðar, tekna og eigna í peningum og/eða verðbréfum.

Greiðslur eru tímabundnar þar sem skilyrði fyrir greiðslum geta tekið breytingum vegna skilyrða um kostnað, tekjur og eignir.

Sótt er um uppbót á lífeyri á Mínum síðum eða með því að skila inn umsóknareyðublaði „Umsókn um örorkulífeyri og tengdar greiðslur" í þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar að Laugavegi 114, Reykjavík eða hjá umboðum utan Reykjavíkur.

Uppbót á lífeyri er heimilt að greiða vegna:

 • Umönnunarkostnaðar
 • Lyfjakostnaðar 
 • Kaupa á heyrnartækjum 
 • Húsaleigu sem fellur utan húsaleigubóta
 • Dvalar á sambýli/áfangaheimili
 • Rafmagnskostnaðar vegna notkunar á súrefnissíu

Það sem telst til tekna við útreikning er eftirfarandi:

Bætur almannatrygginga og allar aðrar skattskyldar tekjur, nema félagsleg aðstoð sveitarfélaga.
Engin frítekjumörk eru notuð við útreikning uppbótar.

Greiðslur sem hafa ekki áhrif á útreikning:

 • Aldurstengd örorkuuppbót 
 • Orlofs- og desemberuppbætur frá TR
 • Sérstök uppbót til framfærslu
 • Félagsleg aðstoð sveitarfélaga

Tekjuviðmið:

Ekki er heimilt að greiða uppbætur til lífeyrisþega sem á eignir í peningum eða verðbréfum yfir 4.000.000 kr. eða hefur heildartekjur, að meðtöldum greiðslum frá TR, 235.648 kr. á mánuði. Hjón reiknast hvort með sínar tekjur (sem einstaklingar) en fjármagnstekjur og eignir í peningum og verðbréfum eru sameign hjóna. 


Hámark á  greiðslu uppbótar á lífeyri
Frekari uppbætur á lífeyri eru reiknaðar sem hlutfall af upphæð grunnlífeyris, þannig að 100% uppbót er jafnhá fullum grunnlífeyri. Hámark uppbóta skal þó vera sem hér segir:

 • Lífeyrisþegi, sem er í hjúskap eða í óvígðri sambúð: 90%
 • Lífeyrisþegi, sem býr einn og er á eigin vegum og nýtur heimilisuppbótar: 70%
 • Lífeyrisþegi, sem er einhleypur og nýtur umönnunar annarra en maka: 120%

Fjárhæð frekari uppbótar getur numið allt að 140% ef einhleypur lífeyrisþegi, sem nýtur umönnunar, getur sýnt fram á verulegan umönnunar-, sjúkra- eða lyfjakostnað sem sjúkratryggingar greiða ekki og ennfremur kostnað vegna heyrnartækja.

Upphafstími réttinda:
Réttindi eru ákvörðuð fyrsta næsta mánaðar eftir að öll gögn hafa borist.

 

 

 

 Síða yfirfarin/breytt 07.04.2017

Til baka

Öryrkjar

Var efnið hjálplegt? Nei










TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica