Öryrkjar: Maka- og umönnunarbætur

Við sérstakar aðstæður er heimilt að greiða maka elli-, örorku-og endurhæfingarlífeyrisþega makabætur. Jafnframt er heimilt við sömu aðstæður að greiða öðrum sem halda heimili með lífeyrisþega umönnunarbætur.

Makabótum er fyrst og fremst ætlað að bæta tekjumissi vegna lækkaðs starfshlutfalls umönnunaraðila þegar lífeyrisþegi þarf umönnun við athafnir daglegs lífs. Staðfesta þarf lækkað starfshlutfall.

Skilyrði fyrir maka- og umönnunarbótum er að:

  • Umsækjandi eigi sama lögheimili og sá sem hann annast.
  • Umsækjandi sé ekki með lífeyri (elli-, örorku- eða endurhæfingarlífeyri) frá Tryggingastofnun. 
  • Umsækjandi sé ekki með tekjur yfir hámarksupphæð þess sem lífeyrisþegi má hafa á mánuði til að fá greiðslur frá Tryggingastofnun.  Upphæð nú er 557.187 kr. 
  • Umsækjandi eigi ekki eignir í peningum og verðbréfum yfir  4.000.000. kr. Hjá hjónum er miðað við kr. 8.000.000. kr. 

Með umsókn þurfa að fylgja eftirtalin gögn:

  • Læknisvottorð sem tilgreinir umönnunarþörf við daglegar athafnir
  • Gögn frá vinnuveitanda sem staðfesta lækkað starfshlutfall eða starfslok
  • Launaseðla þrjá síðustu mánuði fyrir dagsetningu umsóknar
  • Ef um lækkun á reiknuðu endurgjaldi er að ræða þarf staðfestingu frá skattyfirvöldum
  • Staðfesting á tekjuleysi frá ríkisskattstjóra ef um það er að ræða. Staðfestingin þarf að vera frá sama tíma og dagsetning umsóknar
  • Staðfest skattframtal ef umsækjandi er ekki maki 

Ef öll skilyrði eru uppfyllt eru réttindi ákvörðuð 1. næsta mánaðar eftir dagsetningu umsóknar. Afgreiðslutími umsókna er 8 vikur.

Síða yfirfarin/breytt 05.01.2018

Til baka

Öryrkjar

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica