Ráðstöfunarfé

 Á árinu 2017 er ráðstöfunarfé að hámarki 68.662  kr. á mánuði. Það er tekjutengt og er reiknað út og greitt á grundvelli tekjuáætlunar. 65% af tekjum koma til lækkunar á ráðstöfunarfé. Ár hvert, að lokinni álagningu skattyfirvalda, er það endurreiknað á grundvelli tekna sem fram koma á skattframtali.

Með tekjum er átt við allar skattskyldar tekjur, þar með taldar lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur. Greiðslur frá Tryggingastofnun eða félagsmálastofnunum og sveitarfélögum hafa ekki áhrif á ráðstöfunarfé.

Ekki þarf að sækja sérstaklega um ráðstöfunarfé. Sömu reglur varðandi viðmiðunartekjur gilda um ráðstöfunarfé og um ellilífeyri.

Ráðstöfunarfé fellur niður:

  • Þegar tekjur eru yfir 105.633 kr. á mánuði.
  • Þegar einstaklingur öðlast aftur rétt til elli/örorkulífeyris við útskrift af heimili.
  • Þegar greiðsluþegi andast.

Reglugerð um ráðstöfunarfé og dagpeninga vegna dvalar lífeyrisþega á stofnun sbr. breyting  nr. 460/2013nr. 1219/2013


Síða yfirfarin/breytt  12.01.2017
Til baka

Öryrkjar

Var efnið hjálplegt? Nei


Þetta vefsvæði byggir á Eplica