Öryrkjar – Útreikningur lífeyris

Hvernig get ég fundið út réttindi mín?

Á reiknivél lífeyris þar er hægt að slá inn mismunandi forsendur og sjá niðurstöðu.  Einnig er hægt að fá bráðabirgðaútreikning á Mínum síðum þegar tekjuáætlun hefur verið breytt. 

 

Má ég vinna um leið og ég fæ örorkulífeyri?

Leyfilegt er að vinna fyrir ákveðna fjárhæð á mánuði án þess að það hafi áhrif á réttindi frá TR. Best er að nota reiknivél lífeyris til þess að skoða hvaða áhrif tekjur hafa.

Hvað eru viðmiðunartekjur?

 

Viðmiðunartekjur eru allar skattskyldar tekjur sem þú færð annars staðar frá. Þetta eru þær tekjur sem þú færir inn í tekjuáætlun og TR notar til viðmiðunar við útreikning lífeyris- og tengdra greiðslna.

Viðmiðunartekjur sem eru undir frítekjumörkum hafa ekki áhrif við útreikning lífeyris nema ef viðkomandi er með sérstaka uppbót til framfærslu.

Þegar réttindi eru reiknuð út er alltaf miðað við árstekjur. Þannig að það skiptir ekki máli hvort tekjurnar koma í einu lagi einhvern tímann á árinu eða í jöfnum greiðslum yfir árið. Heildartalan í hverjum tekjuflokki (lífeyrissjóðstekjur, atvinnutekjur eða fjármagnstekjur) er reiknuð út og deilt í 12 mánuði. 

 

Hvað er „Sérstök uppbót til framfærslu", hvernig virkar hún?

Sérstök uppbót til framfærslu tryggir þeim sem hafa engar eða lágar viðmiðunartekjur lágmarksframfærslu samkvæmt lögum. 

Allar tekjur að meðtöldum skattskyldum tekjum frá TR, eru lagðar saman og ef þær eru undir  lögbundnu lágmarks framfærsluviðmiði er það sem upp á vantar greitt sem sérstök uppbót til framfærslu.

Allar tekjur hafa  áhrif, krónu á móti krónu, á útreikning sérstakrar uppbótar til framfærslu. Engin frítekjumörk eru fyrir útreikning sérstakrar uppbótar til framfærslu. 

 

Hvar fæ ég upplýsingar um fjárhæðir greiðslna og reglur? 

Nýting persónuafsláttar og skattþrep

Greiðslur frá Tryggingastofnun eru skattskyldar. 

Upplýsa þarf TR um hvaða hlutfall af persónuafslætti á að nota við útreikning réttinda. Miðað er við fyrsta skattþrep nema annað sé tekið fram.

Hægt er að skrá persónuafsláttinn og nýtingu hans á Mínum síðum.

 

Síða yfirfarin/breytt 17.01.2019

Til baka

Öryrkjar

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica