Tekjutrygging

Ef tekjur eru undir ákveðnu marki sem kallað er frítekjumark getur viðkomandi átt rétt á tekjutryggingu.

Til að ákvarða hvort einstaklingur eigi rétt á tekjutryggingu er tekið mið af öllum tekjum að undanskildum greiðslum frá Tryggingastofnun, húsaleigubótum og fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.

Frítekjumörk breytast 1. janúar ár hvert og eru þau ákveðin með reglugerð.

Tekjutrygging skerðist vegna:

  • Búsetu á sama hátt og örorkulífeyrir.
  • Tekna. Skattskyldar tekjur yfir frítekjumarki skerða tekjutryggingu um 45% þeirra tekna sem umfram eru. Helst er um að ræða í þessu samhengi launatekjur, lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur.
Til baka

Öryrkjar

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica