Lífeyrisréttindi erlendis frá

Hvort og hvernig slík réttindi nýtast einstaklingum sem búsettir eru hér á landi fer meðal annars eftir því hvort gagnkvæmir samningar hafa verið gerðir milli ríkja sem taka til lífeyristrygginga.

Í mörgum tilvikum er Tryggingastofnun samskiptastofnun sem annast m.a. móttöku umsókna og almenna milligöngu.

Ríkisborgarar evrópska efnahagssvæðisins (EES-landa) sem hafa búið eða starfað í öðru EES-landi geta átt rétt á lífeyrisgreiðslum frá því landi.

Sótt er um hjá Tryggingastofnun á eyðublaðinu „Umsókn um lífeyri frá öðru EES-ríki“.

Starfsmenn Tryggingastofnunar senda því næst út umsóknina til viðkomandi EES lands og gilda þau jafnt sem umsókn um greiðslu lífeyris almannatrygginga og um greiðslur úr lífeyrissjóðum.

Einstaklingur sem er búsettur erlendis á að snúa sér til tryggingastofnunar í því landi þegar hann hyggst sækja um lífeyrisgreiðslur. Viðkomandi stofnun sér um að senda umsóknarblöð til TR.

Rétt er að benda á að lífeyrisaldur er mismunandi í hinum ýmsu löndum. Leitið nánari upplýsinga hjá Tryggingastofnun ef með þarf.

Athugið

Greiðslur úr erlendum lífeyrissjóðum hafa áhrif til lækkunar á lífeyrisgreiðslur á sama hátt og greiðslur úr íslenskum lífeyrissjóðum.

Áður en farið er eða flust til annarra landa eru lífeyrisþegar hvattir til að kynna sér hvaða vottorð er nauðsynlegt að hafa með sér en það ræðst af því til hvaða lands er farið og í hvaða tilgangi.

Til baka

Öryrkjar

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica