Mæðra- eða feðralaun

Heimilt er að greiða mæðra- og feðralaun til maka örorkulífeyrisþega, þegar bætur almannatrygginga falla niður vegna vistunar á stofnun.
Þá er líka heimilt að greiða maka einstaklings sem sætir gæslu- eða refsivist mæðra- eða feðralaun, ef vistin hefur varað í að minnsta kosti þrjá mánuði.

Mæðralaun/feðralaun falla niður við:

  • að sambúð með öðrum aðila en foreldri barns hefur varað í eitt ár.
  • að tekin er upp sambúð með foreldri barnanna eða fyrrverandi sambýlisaðila.
  • að sambúðarfólk eignist barn saman, þó að sambúðin hafi ekki varað eitt ár.
  • að viðtakandi greiðslnanna gengur í hjúskap.
  • að viðtakandi greiðslnanna flytur úr landi.


Sótt er um mæðra-eða feðralaun á Mínum síðum eða á eyðublaðinu:  Umsókn um mæðra-/feðralaun og barnalífeyri og  í þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar að Laugavegi 114, Reykjavík, eða í umboðum utan Reykjavíkur.

Síða yfirfarin/breytt 25.08.2016

Til baka

Öryrkjar

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica