Barnalífeyrir

Örorkulífeyrisþegar geta átt rétt á barnalífeyri ef þeir eru með börn undir 18 ára aldri á framfæri eða eru meðlagsskyld með börnum sínum.

Annað hvort foreldri barnsins eða barnið sjálft verður að hafa búið hér á landi í að minnsta kosti þrjú síðustu árin áður en umsókn er lögð fram.

Barnalífeyrir greiðist foreldrum barnanna ef þau eru á framfæri þeirra, eða þeim öðrum er annast framfærslu þeirra að fullu.

  • Séu báðir foreldrar lífeyrisþegar eða látnir skal greiddur tvöfaldur barnalífeyrir.
  • Sömu réttarstöðu hafa stjúpbörn og kjörbörn þegar eins stendur á. Þó skal ekki greiddur barnalífeyrir vegna fráfalls eða örorku stjúpforeldris ef barnið á framfærsluskylt foreldri á lífi.
  • Ekki er greiddur barnalífeyrir vegna þeirra barna er njóta örorkulífeyris.
  • Barnalífeyrir er ekki tekjutengdur.
  • Barnalífeyrir fellur ekki niður þó svo örorkulífeyrir falli niður vegna tekna.
  • Ef foreldri er metið til 50-74% örorku er greidd viðbót við örorkustyrk vegna barna, sem er 75% af fjárhæð barnalífeyris.
  • Viðbót við örorkustyrk fellur niður ef örorkustyrkur fellur niður vegna tekna.

Ef lífeyrisþegi er meðlagsskyldur þá skuldajafnast barnalífeyrir á móti meðlagsgreiðslu.

Hvernig er sótt um barnalífeyri?

Framfærendur sem eru örorkulífeyrisþegar geta sótt um barnalífeyri á Mínum síðum eða á eyðublaðinu  Umsókn um örorkulífeyri endurmat örorku og tengdar greiðslur


Síða yfirfarin/breytt 08.05.2017

 

Til baka

Öryrkjar

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica