Fangelsisvist - örorkulífeyrisþegar

Lífeyrisþegi afplánar refsingu í fangelsi

Afpláni lífeyrisþegi refsingu í fangelsi eða kemur sér viljandi undan því að afplána refsingu falla niður allar greiðslur TR til hans.

Lífeyrisþegi situr í gæsluvarðhaldi

Sé lífeyrisþegi úrskurðaður í gæsluvarðhald eða sé hann á annan hátt úrskurðaður til dvalar á stofnun  falla niður allar greiðslur TR til hans eftir fjögurra mánaða samfellt gæsluvarðhald eða dvöl. 

Ráðstöfunarfé til fanga

Þegar bætur hafa verið felldar niður er heimilt að greiða ráðstöfunarfé í samræmi við 8. mgr. 48. gr. laga um almannatryggingar. Hægt er að sækja um ráðstöfunarfé hjá Tryggingastofnun og nálgast umsóknareyðublað á tr.is. 


Afplánun á áfangaheimili

Þegar fangi lýkur afplánun á áfangaheimili, t.d. Vernd eða með rafrænu eftirliti, hefjast lífeyrisgreiðslur að nýju svo framarlega að réttur sé enn til staðar. Fari fangi aftur í fangelsi falla greiðslur niður frá fyrsta degi næsta mánaðar.

Hafi lífeyrisþegi verið meðlagsskyldur og TR hefur ráðstafað barnalífeyri upp í meðlag þá heldur sú ráðstöfun áfram svo lengi að réttur sé enn til  staðar.

Örorkustyrksþegar  

Afpláni greiðsluþegi refsingu í fangelsi eða kemur sér viljandi undan því að afplána refsingu falla niður allar greiðslur TR til hans.

Örorkustyrksþegar geta ekki sótt um ráðstöfunarfé.

Aðrar upplýsingar 

Heimilt er að greiða maka einstaklings sem sætir gæsluvarðhaldi eða er í fangelsi, barnalífeyri með börnum hans svo framarlega að vistin hafi varað í a.m.k. þrjá mánuði.Síða yfirfarin/breytt 15.06.2016 

 
Til baka

Öryrkjar

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica