Tekjuáætlun

Tekjuáætlun er forsenda greiðslna frá Tryggingastofnun. Til að lífeyrisþegar fái þær greiðslur sem þeim ber þurfa fullnægjandi upplýsingar um tekjur þeirra að liggja fyrir.

Lífeyrisþegar eða fjárhaldsmenn þeirra hafa besta yfirsýn yfir árstekjur og því er nauðsynlegt að þeir fari yfir tekjuáætlanir. Fyrir  áramót gerir Tryggingastofnun tillögu að tekjuáætlun næsta árs og birtir á Mínum síðum á tr.is. Lífeyrisþegar þurfa að fara yfir tillöguna og leiðrétta ef þörf þykir.

Það er fyrst og fremst í þágu lífeyrisþega að leiðrétta tekjuáætlun ef hún er ekki rétt. Með vandaðri tekjuáætlun er hægt að koma í veg fyrir rangar greiðslur sem þarf að leiðrétta síðar. Greiðslur eru endurreiknaðar og leiðréttar þegar álagning skattayfirvalda liggur fyrir.

Í tekjuáætluninni eru tekjur forskráðar og er tillagan byggð á skattframtali fyrra árs, staðgreiðsluskrá RSK og eftir atvikum síðustu gildandi tekjuáætlun. Forskráðar tekjur eru hækkaðar samkvæmt opinberum spám um almennar vísitöluhækkanir.

Tekjuáætlun á vefnum

Mínar síður

Rafræn þjónusta TR er á Mínum síðum.

Þar er hægt að sjá greiðsluáætlanir, breyta og skila tekjuáætlunum, fá bráðabirgðaútreikning á réttindum og sækja greiðsluseðla.

Við innskráningu þarf að slá inn kennitölu og Íslykil frá Þjóðskrá eða nota rafræn skilríki á debetkortum eða í síma.


Síða yfirfarin/breytt 02.09.2016

Til baka

Öryrkjar

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica