Greiðsluáætlun
Greiðsluáætlun byggir á upplýsingunum sem koma fram í tillögu að tekjuáætlun. Þar kemur fram, sundurliðað á mánuði og eftir greiðslutegundum, hvaða mánaðargreiðslur lífeyrisþegar eiga von á að fá miðað við óbreytta tekjuáætlun.
Ef lífeyrisþegar breyta tekjuáætlun fá þeir senda nýja greiðsluáætlun sem miðast við nýjar upplýsingar. Greiðsluáætlunina er alltaf hægt að nálgast á Mínum síðum.
Mánaðarlegir seðlar með upplýsingum um greiðslur Tryggingastofnunar birtast á
Mínum síðum á tr.is
Lífeyrisþegar geta einnig skoðað tekjur sínar í staðgreiðsluskrá RSK til að tekjuáætlun sé sem réttust.
Síða yfirfarin/ breytt 26.02..2016