Örorkuskírteini eru gefin út á grundvelli 5. gr. reglugerðar nr. 379/1999 um örorkumat.
Örorkuskírteini eru ætluð þeim einstaklingum sem eru með 75% örorkumat eða meira og er gildistíminn sá sami og örorkumatið.
Tryggingastofnun hefur um árabil gefið út örorkuskírteini sem hægt er að nálgast á Mínum síðum TR og prenta út. TR gefur einnig út örorkuskírteini sem plastkort í hefðbundinni kortastærð.
Það er einfalt að óska eftir örorkuskírteini, því sérstakur hnappur er á tr.is þar sem umsækjandi veitir nauðsynlegar upplýsingar. Kortið er svo sent á lögheimili viðkomandi í bréfpósti og eru þau því hvorki afhent hjá TR í Hlíðasmára né hjá umboðum.
Á árinu 2023 er stefnt að því að gefa út stafræn örorkuskírteini til notkunar í snjallsímum.