Örorkulífeyrir er ætlaður einstaklingum á aldrinum 18-67 ára sem geta ekki unnið fulla vinnu sökum skertrar starfsgetu. Sótt er um að fara í örorkumat þar sem færni er metin.
- Flestir eru kallaðir í skoðun hjá lækni sem starfar utan TR
- Farið er eftir örorkumatsstaðli
- Niðurstaðan er send til yfirlæknis TR sem metur hvort réttur sé til staðar
- Þeir sem fá örorkulífeyri eru metnir með 75% örorku
Mat á örorku er yfirleitt tímabundið en tímalengdin fer eftir aðstæðum hverju sinni. Einnig er mögulegt að sækja um afturvirkar greiðslur í allt að tvö ár ef sýnt er fram á að sjúkdómur, slys eða fötlun var til staðar á því tímabili.