Einstaklingar með hreyfihömlun geta átt rétt á uppbót til reksturs bifreiðar eða uppbót/styrk til kaupa á bifreið. Með líkamlegri hreyfihömlun er átt við sjúkdóm eða fötlun sem skerðir verulega færni til að komast ferða sinna. Blindir sem og aðrir sem ekki hafa gilt ökuskírteini geta átt rétt en verða þá að hafa annan heimilismann til að keyra bílinn.
Markmið með styrkjum og uppbótum vegna bifreiða er að gera hreyfihömluðum einstaklingum kleift að stunda atvinnu, skóla og sækja reglubundna endurhæfingu eða læknismeðferð.
Hægt er að sækja um uppbót og styrk til bifreiðakaupa á 5 ára fresti.
Með umsókn þarf að skila hreyfihömlunarvottorði frá lækni. Ef umsækjandi hefur þegar skilað inn hreyfihömlunarvottorði til TR nægir að vísa til þess.
TR er heimilt að óska eftir áliti Sjúkratrygginga Íslands á þörf umsækjanda fyrir hjálpartæki og bifreið.