Barnalífeyrir vegna náms eða starfsþjálfunar greiðist til ungmennis á aldrinum 18-20 ára. Skilyrði fyrir greiðslu barnalífeyris er ef annað foreldri eða báðir eru látnir eða eru lífeyrisþegar (örorku-, elli eða endurhæfingar). Einnig er heimilt að greiða barnalífeyri ef meðlagsskylt foreldri fær úrskurð sýslumanns um að það þurfi ekki að borga meðlag vegna efnaleysis.
Skilyrði fyrir greiðslu
- Foreldri er lífeyrisþegi eða látið
- Umsækjandi verður að eiga lögheimili á Íslandi
- Ungmenni þarf að vera í fullu námi í viðurkenndum skóla og að námið hans aðalstarf
Aðeins er ákvarðað fyrir eina önn í einu. Sækja þarf um sérstaklega fyrir hverja önn og skila skólavottorði, sem er staðfest og stimplað af skóla, með námsframvindu síðustu annar ásamt upplýsingum um einingafjölda á yfirstandandi önn. Mikilvægt er að tilgreint sé hvort um hefðbundnar einingar eða Fein-einingar sé að ræða.
Fylgiskjöl með umsókn:
- Skólavottorð sem sýnir námsárangur á síðustu önn ásamt staðfestingu á fjölda eininga á næstu önn. Mikilvægt er að tilgreint sé hvort um hefðbundnar einingar eða Fein-einingar sé að ræða.
- Hafi sýslumaður hafnað úrskurði um meðlag vegna efnaleysis eða ef ekki hefur tekist að hafa upp á foreldri þarf sá úrskurður að fylgja með umsókn.
- Staðfesting frá námsráðgjafa ef nemandi getur ekki stundað fullt nám.
- Dánarvottorð ef sótt er um vegna andláts foreldris og hinn látni var ekki búsettur hér á landi og gögn hafa ekki verið lögð fram áður.