Dánarbú

Við andlát einstaklings verður til sjálfstæður lögaðili, dánarbú, sem tekur tímabundið við öllum réttindum og skyldum hins látna.

Réttindi og skyldur dánarbús og erfingja gagnvart TR fara eftir því hvernig skiptum dánarbúsins verður háttað.

Erfingjum ber að hafa umsjón með skiptum dánarbús hjá sýslumönnum innan fjögurra mánaða frá andláti. Skiptum getur lokið með ferns konar hætti:

  1. Einkaskipti: Erfingjar bera ábyrgð á skuldbindingum búsins gagnvart TR
  2. Eftirlifandi maki hins látna fær leyfi til setu í óskiptu búi: Eftirlifandi maki ber ábyrgð á skuldbindingum búsins gagnvart TR
  3. Opinber skipti: Skiptastjóri er skipaður af héraðsdómara og fer með forræði búsins
  4. Sýslumaður lýsir því yfir að dánarbúið sé eignalaust eða að eignir dugi einungis fyrir kostnaði við útför: Erfingjar bera ekki ábyrgð á kröfum TR á hendur dánarbúsins

Spurt og svarað

Ef TR hefur upplýsingar um hver er umboðsmaður dánarbús eru send bréf til hans t.d. varðandi niðurstöður endurreiknings tekjutengdra greiðslna. Ef ekki liggur fyrir hver hann er eru bréf send til elsta erfingja ef stofnunin hefur upplýsingar um hann. 

Ef engar upplýsingar liggja fyrir eru bréf sendar á síðasta skráða heimilisfang hins látna.

Ef inneign myndast í uppgjöri eiga erfingjar kröfu á að fá hana greidda. Inneign er lögð inn á skráðan bankareikning hins látna hafi honum ekki þegar verið lokað.

Hafi reikningi verið lokað þarf umboðsmaður dánarbús að koma upplýsingum um nýjan bankareikning til TR. Ef það er enginn umboðsmaður fyrir dánarbúið eða ef skiptum er lokið þarf einn erfingi að fá umboð annarra erfingja til að taka við inneign. 

Mikilvægt er að umboðsmenn dánarbúa eða erfingjar skili inn skattframtali fyrir dánarbúið. Þetta er nauðsynlegt svo að TR geti endurreiknað árið út frá réttum upplýsingum. Við endurreikning getur myndast krafa eða inneign.  

TR er skylt að innheimta kröfur hjá dánarbúum eða erfingjum, óháð því hvort krafan hafi stofnast fyrir eða eftir lok skipta. Ábyrgð erfingja fer eftir því hvernig dánarbúinu er skipt: einkaskipti, opinber skipti, seta í óskiptu búi eða dánarbú eignalaust.

Þar sem nokkur tími getur liðið frá andláti lífeyrisþega og þar til unnt er að framkvæma lokauppgjör geta erfingjar óskað eftir að fá bráðabirgðauppgjör. Ekki er um endanlegt uppgjör að ræða en tilgangur bráðabirgðauppgjörs er að erfingjar geti betur gert sér grein fyrir hvort von sé á skuld eða inneign við lokauppgjör. 

Til að unnt sé að framkvæma bráðabirgðauppgjör þurfa upplýsingar um tekjur lífeyrisþega að berast stofnuninni á þar til gerðu eyðublaði.