Andlát

Dánarbú

Samkvæmt íslenskum lögum verður við andlát einstaklings til sjálfstæður lögaðili, dánarbú, sem tekur tímabundið við öllum réttindum og skyldum hins látna. Réttindi og skyldur dánarbús og erfingja gagnvart TR fara eftir því hvernig skiptum dánarbúsins verður háttað.

Réttindi við andlát maka

Við andlát maka breytast forsendur til greiðslna frá TR og hugsanlega kann réttur til heimilisuppbótar að myndast. Ef eftirlifandi maki er lífeyrisþegi þarf hann að senda inn nýja tekjuáætlun og greina TR frá breytingum á tekjum sínum. Eftirlifandi maki þarf að gera nýja tekjuáætlun og sækja um heimilisuppbót (ef hann býr einn). 

Réttindi við andlát foreldris

Barnalífeyrir er greiddur með börnum yngri en 18 ára, ef foreldri er látið eða er elli-, örorku- eða endurhæfingarlífeyrisþegi. Frekari skilyrði fyrir greiðslu barnalífeyris eru að annað hvort foreldra barnsins eða það sjálft hafi búið á Íslandi í a.m.k. þrjú síðustu árin áður en umsókn er lögð fram (Undantekning EES-land). Sömu réttarstöðu njóta stjúpbörn og kjörbörn ef þau eiga ekki framfærsluskylt foreldri á lífi.