Önnur réttindi

Andlát

Samkvæmt íslenskum lögum verður við andlát einstaklings til sjálfstæður lögaðili, dánarbú, sem tekur tímabundið við öllum réttindum og skyldum hins látna.

Greiðslur til lifandi líffæragjafa

Hægt að sækja um greiðslur hjá TR sem er ætlað að tryggja lifandi líffæragjöfum tímabundna fjárhagsaðstoð á meðan þeir geta hvorki stundað vinnu né nám vegna líffæragjafar. Heimilt er að greiða í allt að þrjá mánuði.

Endurgreiðsla vegna mikils kostnaðar

Þeir sem hafa orðið fyrir miklum útgjöldum vegna læknishjálpar, lyfja, sjúkra-, iðju- og talþjálfunar geta átt rétt á endurgreiðslu kostnaðar að hluta. Endurgreiðslan miðast annars vegar við tekjur einstaklings og hins vegar við tekjur fjölskyldu og er framkvæmd fjórum sinnum á ári. Endurgreiðslan á við um alla sjúkratryggða einstaklinga og einskorðast ekki við örorku- og ellilífeyrisþega.