Mælaborð TR

Byggt er á gögnum úr upplýsingatæknikerfum TR. Réttindi og tekjur sem eiga við fyrri ár byggja á áætlun þar til endurreikningur fer fram. Birt með fyrirvara um villur.

Endurreikningur á tekjutengdum greiðslum fer fram árlega þegar staðfest skattframtal liggur fyrir og tryggir þannig réttar greiðslur.

TÖLUR ÚR BÓKHALDI

Útgjöld á ári. Fjöldi í desember. Flokkað niður á lagastoð, bótaflokk og taxta.


Fjöldatölur eiga við í desember ár hvertÚtgjöld og fjöldatölur miðast við bókhaldsgögn.


RÉTTINDI

Réttindi og fjöldi með virka ákvörðun og réttindi >=0 krónur. Réttindi og fjöldatölur miðast við áætlanir TR á birtingardegi ef uppgjöri viðkomandi árs er ekki lokið. Frá 1. janúar 2016 sjá Sjúkratryggingar um réttindi sem byggja á lögum um málefni aldraðra.


Réttindi í krónum og fjöldi með virk réttindi >=0 krónur.


FJÖLDI MEÐ RÉTTINDI SEM HLUTFALL AF MANNFJÖLDA Á SAMA ALDURSBILI OG KYNI.

Fjöldi lífeyrisþega eftir landsvæðum, í janúar sem hlutfall af mannfjölda 67 ára og eldri eða 18 -66 ára eftir því sem við á. Fjöldatölur frá Hagstofu miðast við 1.janúar ár hvert. Allir með virka ákvörðun taldir. (Upphæð réttinda >= 0 krónur)

Fjöldi með réttindi, reiknaður sem hlutfall af mannfjölda


FJÖLDI MEÐ RÉTTINDI HÆRRI EN 1 kr.

Fjöldi með virka ákvörðun taldir HÁÐ UPPHÆÐ RÉTTINDA (Upphæð réttinda 1 kr. eða hærri).
Fjöldi sem eru með a.m.k. 1 krónu í réttindi


KRÖFUR

Greiðslukrafa er innheimt þegar hún myndast. Uppgjörskrafa er innheimt við lok uppgjörs viðkomandi árs.


Kröfur vegna ofgreiddra réttinda.


FJÖLDI MEÐ 75% ÖRORKU- og ENDURHÆFINGARMAT

Fjöldi með 75% örorku- eða endurhæfingarmat.


NIÐURSTÖÐUR UPPGJÖRS

Niðurstaðan sýnir mismun á endurreiknuðum réttindum og réttindum sem greiðsluþegar fengu á árinu. Jákvæð tala merkir inneign greiðsluþega en neikvæð tala merkir skuld.

Tölfræði sem sýnir fjölda, hlutfall af fjölda og upphæð eftir upphæðarbili niðurstöðu endurreiknings fyrir réttindaár sem birt eru.

Fjöldi með inneign eða ofgreiðslu


RÉTTINDI HÓPA

Tíund er einn tíundi af einhverju. Talað er um fyrstu tíund, aðra tíund o.s.frv. Tíundir má nota til að skipta hópi í jafnstóra tekjuhópa. Ef lægsti 10% af hópnum er með tekjur á bilinu 0 - 80.000 krónur jafngildir það að fyrsta tíundin sé 80.000 kr. Ef önnur tíundin er 110.000 krónur þýðir það að næst lægsti tekjuhópurinn er með tekjur á bilinu 80.000 - 110.000 kr.

Meðaltal og miðgildi (5. tíund) er sérstaklega tiltekið. Gögnin byggja á réttindum og tekjum í maí ár hvert. Allir lífeyrisþegar sem hafa sótt um hjá TR eru tilteknir. Ekki er gerður greinamunur á lífeyrisþega sem er með fullan búseturétt á Íslandi eður ei. Hvorki er gerður greinarmunur á því hvort lífeyrisþegi sé búsettur erlendis eða á Íslandi né hvort hann búi einn eða sé í sambúð.

Réttindi lífeyrisþega í krónum fyrir skatt.
Réttindi hópa í krónum frá TR


ÖLL RÉTTINDI OG ALLAR TEKJUR

Réttindi og tekjur lífeyrisþega fyrir skatt í maí sem hlutfall af lágmarkslaunum. Greiðslur frá TR og tekjur utan TR m.a. lífeyrissjóðstekjur, atvinnutekjur, meðlag og fjármagnstekjur taldar. Húsaleigubætur, vaxtabætur og barnabætur teljast ekki með. Birt er meðal hlutfall fyrir skatt, miðgildi og tíundarhlutar frá fyrsta til níunda tíundarhluta sem hlutfall af lágmarkslaunum í %.

Tíund er einn tíundi af einhverju. Talað er um fyrstu tíund, aðra tíund o.s.frv. Tíundir má nota til að skipta hópi í jafnstóra tekjuhópa. Ef lægsti 10% af hópnum er með tekjur á bilinu 0 - 80.000 krónur jafngildir það að fyrsta tíundin sé 80.000 kr. Ef önnur tíundin er 110.000 krónur þýðir það að næst lægsti tekjuhópurinn er með tekjur á bilinu 80.000 - 110.000 kr.

Meðaltal og miðgildi (5. tíund) er sérstaklega tiltekið. Gögnin byggja á öllum réttindum og tekjum í maí ár hvert. Allir lífeyrisþegar sem hafa sótt um hjá TR eru tilteknir. Ekki er gerður greinamunur á lífeyrisþega sem er með fullan búseturétt á Íslandi eður ei. Hvorki er gerður greinarmunur á því hvort lífeyrisþegi sé búsettur erlendis eða á Íslandi né hvort hann búi einn eða sé í sambúð.

Upplýsingar um lágmarkslaun eru tekin úr ársskýrslu TR sem byggir á gögnum frá Eflingu. Fyrir árið 2016 er miðað við að lágmarkslaun ársins séu: (12*260.000 + 44.500 +82.000)/12 = 270.542 kr.


Réttindi og tekjur lífeyrisþega í krónum fyrir skatt.
Réttindi og tekjur lífeyrisþega fyrir skatt í maí sem hlutfall af lágmarkslaunum viðkomandi árs.


Greiðslur frá TR og tekjur utan TR m.a. lífeyrissjóðstekjur, atvinnutekjur, meðlag og fjármagnstekjur taldar. Húsaleigubætur, vaxtabætur og barnabætur teljast ekki með. Birt er meðal hlutfall fyrir skatt, miðgildi og tíundarhlutar frá fyrsta til níunda tíundarhluta sem hlutfall af lágmarkslaunum í %.Öll réttindi frá TR og allar tekjur hópa í krónum. Samanburður við lágmarkslaun %.


VALDAR TEKJUR OG VALIN RÉTTINDI

Tíund er einn tíundi af einhverju. Talað er um fyrstu tíund, aðra tíund o.s.frv. Tíundir má nota til að skipta hópi í jafnstóra tekjuhópa. Ef lægsti 10% af hópnum er með tekjur á bilinu 0 - 80.000 krónur jafngildir það að fyrsta tíundin sé 80.000 kr. Ef önnur tíundin er 110.000 krónur þýðir það að næst lægsti tekjuhópurinn er með tekjur á bilinu 80.000 - 110.000 kr.

Meðaltal og miðgildi (5. tíund) er sérstaklega tiltekið. Gögnin byggja á völdum réttindum og völdum tekjum í maí ár hvert. Allir lífeyrisþegar sem hafa sótt um hjá TR eru tilteknir. Ekki er gerður greinamunur á lífeyrisþega sem er með fullan búseturétt á Íslandi eður ei. Hvorki er gerður greinarmunur á því hvort lífeyrisþegi sé búsettur erlendis eða á Íslandi né hvort hann búi einn eða sé í sambúð.

Upplýsingar um lágmarkslaun eru tekin úr ársskýrslu TR sem byggir á gögnum frá Eflingu. Fyrir árið 2016 er miðað við að lágmarkslaun ársins séu: (12*260.000 + 44.500 +82.000)/12 = 270.542 kr.

Valin réttindi og tekjur lífeyrisþega fyrir skatt í krónum. Tíundarbil. Meðlag, mæðra/feðralaun, fjármagnstekjur o.fl. ekki talið til réttinda eða tekna.

Valin réttindi og tekjur lífeyrisþega fyrir skatt sem hlutfall af lágmarkslaunum viðkomandi árs. Tíundarbil. Meðlag, mæðra/feðralaun, fjármagnstekjur o.fl. ekki talið til réttinda eða tekna.
Valin réttindi frá TR og valdar tekjur hópa í krónum. Samanburður við lágmarkslaun %.


SÉRSTÖK UPPBÓT LÍFEYRISÞEGA

Sérstök uppbót lífeyrisþega. Tíundarbil og meðaltal fyrir þá lífeyrisþega sem eru með 1 kr eða hærri réttindi í taxtanum.

Sérstök uppbót lífeyrisþega. Fjöldi lífeyrisþega sem eru með 1 kr eða hærri réttindi í taxtanum flokkað eftir landshlutum.

Sérstök uppbót lífeyrisþega. Fjöldi lífeyrisþega sem eru með 1 kr eða hærri réttindi í taxtanum flokkað eftir aldursbili.

Upplýsingar um sérstaka uppbót lífeyrisþega.


TEKJUR LÍFEYRISÞEGA FYRIR UTAN TEKJUR FRÁ TR

Tekjur lífeyrisþega. Réttindi frá TR ekki meðtalin. Tíundarbil og meðaltal fyrir þá lífeyrisþega sem eru með 1 kr eða hærri tekjur í tekjuflokki. Fjöldi lífeyrisþega með tekjur > 0 kr. í tekjuflokki.


Atvinnutekjur lífeyrisþega sem eru með meira en 0 kr atvinnutekjur í maí.


Fjármagnstekjur lífeyrisþega sem eru með hærri en 0 kr í fjármagnstekjur í maí.


Lífeyrissjóðstekjur lífeyrisþega sem eru með meira en 0 kr í lífeyrissjóðstekjur í maí.


Tekjur (tekjur frá TR EKKI meðtaldar) lífeyrisþega sem eru með hærri en 0 kr tekjur í maí.


Tekjur lífeyrisþega vegna atvinnu, úr lífeyrissjóði, vegna fjármagnstekna, annarra tekna og erlendra lífeyrisgreiðslna. Tekjur (réttindi) frá TR ekki meðtaldar.


Rafrænar staðtölur: Gögn unnin úr sambærilegum gögnum og staðtölur í ársskýrslu TR eru á sérstöku mælaborði, "RAFRÆNAR STAÐTÖLUR" á valmynd á forsíðu undir tenglinum "TRYGGINGASTOFNUN Í TÖLUM".