Réttindi erlendis

Sviss

Stofnsamningur EFTA sem gekk í gildi 2002 veitir einstaklingum að mestu leyti sömu réttindi í Sviss og þeir njóta gagnvart ESB ríkjunum á grundvelli EES samningsins.

Nýr stofnsamningur EFTA var undirritaður í Vaduz í Liechtenstein 21. júní 2001 og er oft kallaður Vaduz-samningurinn. Samningurinn öðlaðist gildi 1. júní 2002.  Hann veitir íbúum og fyrirtækjum á Íslandi sams konar réttindi í Sviss og aðilar í ESB njóta samkvæmt tvíhliðasamningum Sviss og ESB.  Svisslendingar öðlast jafnframt þessi réttindi á Íslandi.   

Þessi réttindi eru í mörgum greinum hliðstæð við þau réttindi sem í gildi eru innan EES.   M.a. geta Íslendingar notað Evrópska sjúkratryggingakortið í Sviss, krafist þess að tryggingar- eða starfstímabil frá Íslandi séu tekin til greina  að því marki sem nauðsynlegt er til að fella niður eða ,,eyða” biðtíma í Sviss þegar byrjað er að vinna í Sviss eða flutt er til Sviss.  Þá er hægt að fá greiðslur lífeyristrygginga greiddar úr landi til Sviss. 

Til baka

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica