Réttindi erlendis

Flutningur lífeyrisþega til Íslands

Lífeyrisþegar sem flytja hingað til lands halda lífeyrisréttindum í því landi sem flutt er frá og ávinna sér ekki frekari lífeyrisréttindi hér á landi.

Flutningur frá EES

Sá sem kemur frá EES-landi öðru en Norðurlöndunum og hefur S1 (E 121) vottorð er áfram tryggður í sínu heimalandi og safnar ekki lífeyrisréttindum hérlendis.

Viðkomandi á hins vegar rétt á allri þjónustu hér á landi sem íslenskir lífeyrisþegar njóta svo sem læknisaðstoð.

Maki og börn njóta sömu réttinda svo framarlega sem maki er ekki tryggður hér á landi á grundvelli atvinnu sinnar.

S1 (E 121) er sjúkratryggingavottorð fyrir þá sem eru lífeyrisþegar í öðru EES landi og sjúkratryggðir þar en skráðir með lögheimili á Íslandi.

Flutningur frá Norðurlöndum

Sá sem kemur frá Norðurlöndunum þarf ekki að framvísa vottorði S1 (E 121) þar sem Norðurlöndin krefjast þess ekki. En samt sem áður verður viðkomandi að sýna fram á að hann/hún sé örorkulífeyrisþegi, t.d. með því að framvísa örorkuskírteini.

Flutningur frá löndum utan EES

Almennar reglur gilda um lífeyrisþega sem flytja til Íslands frá löndum utan EES-svæðisins.

 Síða yfirfarin/breytt  22.09.2017

Til baka

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica