Réttindi erlendis

A1 og S1 vottorð

Hvað er A1?

A1 er vottorð um hvaða löggjöf skuli gilda. Vottorðið er einungis notað á evrópska efnahagssvæðinu (EES svæðinu) og er vottorðið sönnun þess að starfsmaður falli undir íslenska almannatryggingalöggjöf meðan á erlendum starfstíma stendur.

Vottorðið er einungis gefið út á launþegann eða sjálfstætt starfandi einstaklinginn. Maki og börn eru einnig tryggð í gegnum A1 vottorðið svo framarlega sem maki er ekki í vinnu. Nafn maka og barna koma ekki fram á A1 vottorðinu þó svo að þau falli undir trygginguna. Nöfn maka og barna eru hins vegar skráð í tryggingaskrá Tryggingastofnunar sem heldur utan um tryggingaréttindi viðkomandi starfsmanns.

Með því að framvísa A1 í starfslandi þá er viðkomandi starfsmaður/sjálfstætt starfandi undanþeginn því að greiða tryggingagjald til viðkomandi lands. Vottorðið á að koma í veg fyrir tvígreiðslu gjalda þannig að tryggingargjald sé einungis greitt á einum stað þar sem viðkomandi er skráður í almannatryggingar. 

A1 vottorðið gæti þurft að framvísa hjá skattayfirvöldum í viðkomandi starfslandi eða hjá þeim aðila sem annast innheimtu tryggingagjalda. A1 er gefið út á íslensku og gefa önnur EES lönd einnig út vottorð sín á sínu eigin tungumáli.

Hvað er S1?

S1 er sjúkratryggingavottorð, sem er gefið út samhliða A1 vottorði ef starfsmaður flytur fasta búsetu sína til Íslands. Starfsmaðurinn verður að skrá sig og sína fjölskyldu hjá Sjúkratryggingum Íslands. 

Ef um skemmri tíma er að ræða þá getur viðkomandi einstaklingur/sjálfstætt starfandi notað evrópska sjúkratryggingakortið.

Síða yfirfarin/breytt 22.09.2017

Til baka

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica