Réttindi erlendis

Flutningur til Íslands

Allir sem eru búsettir hér á landi eru tryggðir , að uppfylltum öðrum skilyrðum laga um almannatryggingar nr. 100/2007, nema annað leiði af milliríkjasamningum.

Með búsetu er átt við lögheimili í skilningi lögheimilislaga. Tryggingastofnun ákvarðar hvort einstaklingur telst tryggður hér á landi.

Tilkynna flutning búsetu

Þeir sem flytja til Íslands þurfa að tilkynna lögheimilisflutning til Þjóðskrár.

Hvað þarf ég að gera? Skráning í tryggingaskrá

Tryggingastofnun heldur sérstaka skrá yfir tryggingaréttindi einstaklinga til viðbótar við þjóðskrá. Skrá þessi nefnist tryggingaskrá. Skránni er ætlað að halda utan tryggingaréttindi einstaklinga þegar reglur milliríkjasamninga kveða á um aðra tryggingavernd en skráning lögheimilis hjá Þjóðskrá segir til um, svo sem að einstaklingur haldi áfram að vera tryggður í fyrra búsetulandi sínu.

Skráningarblað liggur frammi hjá sjúkratryggingum Íslands og umboðum þeirra. 

Látið fylgja með, eftir því sem við á, eitt eða fleiri eftirtalinna fylgigagna frá tryggingastofnunum í öðru EES/EFTA eða norrænu landi:

SO40

(E 104 /N104) 

  • Vottorð um söfnun tryggingar-, starfs- eða búsetutímabila í öðru EES/EFTA/norrænu landi.
  • Fyrir þá sem flytja til Íslands og skipta um tryggingaland.

PD A1

(E 101 /N 101)

  • Vottorð um það hvaða löggjöf eigi að gilda um einstaklinga.
  • Staðfesting á tryggingavernd erlendis, fyrir þá sem vinna (tímabundið) á Íslandi, en eru áfram tryggðir skv. tryggingarlöggjöf í öðru EES/EFTA/norrænu landi, t.d. útsendir starfsmenn frá öðru EES landi.

PD S1

(E 106 /N 106)

  • Vottorð um rétt til aðstoðar vegna veikinda, meðgöngu og fæðingar fyrir einstaklinga sem eru tryggðir í öðru landi en Íslandi.

PD S1

(E 109 /N 109)

  • Skráningarvottorð fyrir aðstandendur launþega eða sjálfstætt starfandi einstaklings.
  • Tryggingavottorð fyrir þá sem taka upp búsetu á Íslandi en eru áfram tryggðir í öðru EES/EFTA/norrænu landi, sem fjölskyldumeðlimir launþega eða lífeyrisþega.

PD S1

(E 121 /N 121)

  • Tryggingavottorð fyrir þá sem eru lífeyrisþegar í öðru EES/EFTA/norrænu landi, en skrá lögheimili sitt á Íslandi.

 Síða yfirfarin/ breytt 24.04.2017

Til baka

Var efnið hjálplegt? Nei


TR er umhugað um persónuvernd.
Kynntu þér stefnuna okkar hér.

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica